fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
Fókus

Leikkona opnar sig um hrottalega æsku – „Mig langaði að grenja og öskra og segja þeim báðum að fara til fjandans“

Fókus
Föstudaginn 14. apríl 2023 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan og fyrirsætan Minka Kelly, sem gerði garðinn frægan í þáttunum Friday Night LightsTitans og Almost Human, opnar sig upp á gátt í ævisögu sinni Tell Me Everything sem kemur út í maí.

Þar greinir hún frá erfiðri fortíð sinni, en faðir hennar var ekki í lífi hennar fyrr en hún var kominn á táningsaldur og móðir hennar starfaði sem fatafella sem leiddi til þess að líf Minku varð ekki eins og jafnaldra hennar.

Gítarleikari og fatafella eignast barn

Móðir MinkuMaureen sem var þó alltaf kölluð Mo, var einstæð. Minku hafði hún átt með gítarleikaranum Rick Dufay sem spilaði eitt sinn með stórhljómsveitinni Aerosmoth.

Mo þótti gullfalleg og átti ekki í erfiðleikum með að finna redda sér vinnu á strippbúllumMinku tók hún ítrekað með sér í vinnuna og varði Minka því dágóðum tíma á strippstaðnum Crazy Girls þar sem fræga fólkið lét gjarnan sjá sig. Ekki tók betra við þegar þær mæðgur sneru heim að vinnudeginum loknum en þær bjuggu við slæman kost, stundum í geymslum og jafnvel í bílskúrum hjá velviljandi kunningjum.

Minka Kelly í Friday Night Lights

Stakk af og lenti í fangelsi

Í bókinni rifjar Minka upp að Mo hafi gripið tækifærið eitt sinn og skellt sér til Filippseyja þar sem hún ætlaði að taka að sér tímabundið starf við að strippa. Ekki gat hún tekið Minku með sér og kom henni þá fyrir heima hjá kunningja. Þar leið Minku ekki vel enda bjó þar dóttir kunningjans sem beitti hana ofbeldi.

Móðir Minku sneri þó ekki heim að verkefninu loknu líkt og hún ætlaði sér heldur frestaði sífellt heimferðinni. Minka skrifar um þetta:

„Ég komst síðar að því að á þessum tíma hafði hún ekið bíl yfir landamærin fyrir kærsta sinn og smyglað þannig fíkniefnum. Hún var staðin að verki og þurfti að sitja inni í smá tíma, en hún sagði mér þetta aldrei.“

Sagði ofbeldið hafa verið verra fyrir hann

Eftir að Mo hafði setið af sér dóminn sneri hún þó aftur og sótti Minku og þær fluttust til Nýju Mexíkó til að búa hjá kærastanum, David, sem Mo hafði verið með í Filippseyjum.

Minka rifjar það upp að móðir hennar hafi eitt sinn klagað í David að Minka, þá unglingur, hefði tekið bíl hans í leyfisleysi. Brást David ókvæða við.

„Hann sló með með flötum lófa, síðan með hnefanum, aftur og aftur. Hann fann kapal á gólfinu og barði mig með honum á meðan ég lá í hnipri til að reyna að verja mig eins og ég gat. Hann greip í hárið á mér og dróg mig um herbergið á taglinu mínu. Hversu lengi barsmíðarnar stóðu yfir man ég ekki. Ég var með upphleyptar rispur út um allan líkamann þegar hann varð loksins nógu uppgefinn til að hætta.“

Þá hafi David beðið Minku um að faðma sig og tilkynnt henni að þetta hefði verið mun verra fyrir hann heldur en þetta hefði verið fyrir hana.

„Mig langaði að grenja og öskra og segja þeim báðum að fara til fjandans en ég vissi að það myndi bara gera allt verra svo ég hélt mér saman.“

Minka Kelly í þáttunum Euphoria

Kærastinn þvingaði hana til að búa til klám

Minka greinir svo frá því að móðir hennar hafi svo bara hreinlega látið sig hverfa þegar hún var táningur. Hafði Minka í engin hús að vernda og flutti inn með þáverandi kærasta sínum. Rudy, og fjölskyldu hans. Ekki beið henni betra líf þar heldur en það sem á undan hafði gengið.

Rudy kom hryllilega fram við Minku. Hann fór fram á að hún leyfði honum að taka grófar myndir af þeim í ástarleikjum. Þessar myndir ætlaði hann svo að láta prenta út, en þeir hjá versluninni sem sá um slíkt neituðu því þó. Sögðu efnið hreinlega of gróft.

Rudy sneri sér þá að myndbandsgerð og þvingaði Minku til að taka þátt. Hún þorði ekki að neita enda vildi hún ekki vera heimilislaus.

„Ég var orðin meistari í að yfirgefa líkama minn þegar aðstæður urðu óþægilegar.“

Minka Kelly í Almost Human

Rudy vildi eins tryggja að það færi ekki framhjá neinum hverjum Minka tilheyrði. Hún skyldi því láta húðflúra nafn hans á líkama hennar. Minka varð við því en gætti þess að velja sér stað sem yrði auðveld að hylja. Valdi hún því lífbeinið. Hún segir í bókinni að seinna meir hafi hún ítrekað þurft að útskýra fyrir karlmönnum sem hún sængaði hjá hvers vegna þetta nafn væri á líkama hennar og hafi það verið skammarlegt.

Rudy kallaði hana druslu út af því hvernig hún klæddi sig og eitt sinn reyndi hann að neyða hana til að sofa hjá sameiginlegri vinkonu þeirra. Þá sagði Minka nei. Rudy hefndi sín fyrir það og svaf sjálfur hjá vinkonunni fyrir framan Minku.

Vildi ekki gera barninu það að eiga það

Deginum eftir það atvik komst Minka að því að hún væri ófrísk. Það hitti svo á að þarna hafði móðir hennar skyndilega látið sjá sig aftur. Minka fékk því móður sína til að fylgja sér til læknis til að skoða hvaða möguleika hún hefði í stöðinni. Mamma hennar varð spennt og tilkynnti henni að þær gætu hreinlega alið barnið upp í sameiningu. Við þau orð áttaði Minka sig á því að hún gæti ekki boðið barninu upp á slíkt.

„Ala þetta barn upp saman? Hvernig? Með hvaða peningum? Á hvaða heimili? Með hvaða tryggingar? Ég get ekki ímyndað mér að bjóða barni upp á það sem móðir mín hafði boðið mér upp á. Það kom ekki til greina.“

Henni varð þá ljóst hvað hún þyrfti að gera og fór í kjölfarið í þungunarrof til að koma í veg fyrir að að saklaust barn þyrfti að ganga í gegnum sömu áföllin og hún hafði gert.

Þarna hafði Minka fengið nóg og ákvað að leita föður sinn uppi. Hún hélt því til Los Angeles þar sem hún fékk vinnu sem móttökuritari á stofu hjá lýtalækni. Henni líkaði vinnan og sá fyrir sér að hafa það að ævistarfi að vinna í heilbrigðisþjónustu. Hún var þó rekin fljótlega eftir að hún neitaði að þiggja laun í formi brjóstastækkunar.

Minka ákvað þá að mennta sig til að geta aðstoðað skurðlækna við þeirra störf. Samhliða því fór hún að starfa sem fyrirsæta og dag einn bauðst henni að reyna fyrir sér í sjónvarpsþáttum.

Þegar staða hennar var orðin betri ákvað hún að sættast við móður sína. Móðir hennar hafði þá greinst með ristilkrabbamein og fékk Minka móður sína til að flytja til sín í Texas þar sem hún var að leika í þáttunum Friday Night Lights og hjúkraði móður sinni þar til hún lét lífið árið 2008.

Minka með pabba sínum

Veltir fyrir sér hvers vegna hún fæddist

Í bókinni greinir hún jafnframt frá mörgum misheppnuðum ástarsamböndum. Hún átti lengi í haltu-mér-slepptu-mér sambandi við meðleikara sinn í Friday Night LightsTaylor Kitsch, en eins hefur hún verið á föstu með stjörnum á borð við Chris EvansWilmer Valderrama, Josh RadnorTrevor Noah, John MayerJesse Williams og Dan Reynolds.

Hún skrifar í bókinni að hún hafi í dag lært að hún þurfi að hætta að einblína á gallana í fari maka sinna og spyrja heldur hvað hún sé að gera til að laða að sér menn sem ekki eru færir um að veita henni þá ást sem hún á skilið út af sinni eigin áfallasögu.

Hún segir að fortíð hennar hafi markað djúp sár á sál hennar og hafi hún varið miklum tíma í að velta fyrir sér hvers vegna móðir hennar ákvað að eignast hana, en hún hafði áður farið þrisvar sinnum í þungunarrof.

„Stundum held ég að þungunarrof hefði verið það besta í stöðunni. Ekki misskilja mig, ég er ánægð með að vera á lífi og með þau tækifæri sem ég hef fengið en það hryggir mig samt að sjá hvað móðir mín var óundirbúin og kannski bara vanhæf til að vera móðir yfirhöfuð.

Það hafa komið tímar, ef ég er hreinskilin, þar sem ég hef verið reið út í hana fyrir að eignast mig. Ég bað ekki um þetta allt. Ég bað ekki um þessi áföll og um að þurfa að berjast í bökkunum til að eiga fyrir þeirri sálfræðimeðferð sem ég hef þurt á að halda út af öllum þessum sárum. Ég bað ekki um þessi flóknu sambönd.“

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Dulin skilaboð og pólitísk ádeila í hálfleiksatriði Kendrick Lamar á Ofurskálinni

Dulin skilaboð og pólitísk ádeila í hálfleiksatriði Kendrick Lamar á Ofurskálinni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Helga Braga um það sem hún þolir ekki í störfum sínum – Segir konur sérstaklega fara yfir strikið

Helga Braga um það sem hún þolir ekki í störfum sínum – Segir konur sérstaklega fara yfir strikið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu sýningu Kendrick Lamar í hálfleik Ofurskálarinnar

Sjáðu sýningu Kendrick Lamar í hálfleik Ofurskálarinnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Margrét varð á vegi svikakvenda í Flórída sem höfðu af henni mikið fé

Margrét varð á vegi svikakvenda í Flórída sem höfðu af henni mikið fé