Sheik Jassim frá Katar ætlar sér að leggja fram nýtt tilboð í Manchester United. Glazer fjölskyldan hefur farið með söluferlið í þriðju umferð.
Lokatilboð þurfa að berast fyrir föstudaginn 28 apríl og ætlar Sheik Jassim að freista þess að ná félaginu.
Sheikinn frá Katar vill eignast 100 prósent hlut í félaginu en Glazer fjölskyldan vill fá um 6 milljarða punda fyrir félagið.
🚨 BREAKING 🚨
Sheikh Jassim bin Hamad Al Thani of Qatar will make a final offer for Manchester United before the deadline for third bids of Friday 28 April. 🇶🇦💰 pic.twitter.com/hcsORiCvlP
— Football Daily (@footballdaily) April 13, 2023
Búist er við að Sir Jim Ratcliffe haldi áfram að bjóða í félagið en hingað til hefur enginn boðið nálægt hugmyndum Glazer.
Vonir standa til um að allt verði komið á hreint snemma í maí svo nýr eigandi geti nýtt sumarið og fjármagn sitt í að styrkja hóp félagsins.