Ivana Knoll var af enskum blöðum valin fallegasta stuðningskonan á HM í Katar en hún studdi sína menn í Króatíu.
Hún varð í kjölfarið heimsfræg og öðlaðist milljónir fylgjenda á Instagram.
Knoll hefur því gengið á lagið og haldið áfram að birta efni reglulega fyrir aðdáendur sína.
Nú síðast birti hún myndir af sér leika listir með bolta á ströndinni.
Hefur þetta vægast sagt vakið lukku.
Myndirnar má sjá hér að neðan.