Knattspyrnumenn sem fasta vegna trúar sinnar hér á landi geta óskað eftir drykkjarpásu í leikjum í föstumánuðinum Ramadan. Þetta kemur fram á vef KSÍ.
Ramadan, föstumánuður múslima, stendur yfir frá 23. mars til 21. apríl næstkomandi. Í Ramadan fasta múslimar, þ.e.a.s. þeir borða hvorki vott né þurrt frá sólarupprás til sólarlags.
Samkvæmt ákvörðun stjórnar KSÍ er leikmönnum sem fasta vegna trúar sinnar á því tímabili heimilt að hafa samband við dómarann fyrir leik og óska eftir einu drykkjarhléi á meðan á leik stendur í þeim leikjum þar sem það á við m.t.t. leiktíma.
Leikmaðurinn getur þannig beðið dómarann um drykkjarhlé og skal dómarinn verða við því þegar næsta leikstöðvun á sér stað.