fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Fréttir

Þetta eru tíu ríkustu Íslendingarnir

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 13. apríl 2023 17:30

Björgólfur Thor er ríkasti Íslendingurinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgólfur Thor Björgólfsson er ríkasti Íslendingurinn ef marka má ítarlega samantekt sem birtist í nýjasta tölublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Eru eignir Björgólfs metnar á 300 milljarða króna. Á eftir Björgólfi Thor kemur Þorsteinn Már Baldvinsson og fjölskylda.

Úttektin í Frjálsri verslun tekur til 50 ríkustu Íslendinganna og byggist hún á áætlun á eigin fé viðkomandi auðmanna. Er þá átt við virði eigna umfram skulda. Tekið er fram í úttektinni að reynt hafi verið að notast við sambærilega aðferðafræði og fjölmiðlar á borð við Forbes nota í sínum listum.

Björgólfur Thor – 3oo milljarðar króna

Björgólfur hefur verið fastagestur á lista Forbes undanfarin ár yfir ríkustu einstaklinga heims. Tekið er fram í úttekt Frjálsrar verslunar að erfitt sé að meta umfang auðæfa Björgólfs enda á hann eignir um víðan heim. Hann hefur einbeitt sér að stóru leyti að fjárfestingum í tækni- og sprotafyrirtækjum á síðustu árum.

Þorsteinn Már og fjölskylda – 110 milljarðar króna

Þorsteinn Már Baldvinsson er sem kunnugt er forstjóri Samherja og hafa hann og fjölskylda hans auðgast mjög í gegnum fyrirtækið og fjárfestingar þess á liðnum árum. Aðaleigendur Samherja afhentu börnum sínum hlut í Samherja hf. árið 2020 en héldu sjálf eftir hlut í Samherja Holding. Samherji á meðal annars hluti í Síldarvinnslunni, Emskip, Sjóvá og Högum.

Kristján V. Vilhelmsson og fjölskylda – 110 milljarðar króna

Bræðurnir Þorsteinn og Kristján stofnuðu Samherja en sjálfur hefur Kristján gegnt starfi útgerðarstjóra fyrirtækisins. Auður Kristjáns og barna hans – rétt eins og Þorsteins og barna hans – er áætlaður sameiginlega 110 milljarðar króna.

Róbert Wessman – Yfir 100 milljarðar króna

Róbert Wessman byrjaði ungur í lyfjabransanum en á síðustu árum hefur hann leitt öran vöxt Alvogen og Alvotech. Róbert á líka eignir hér á landi í gegnum fjárfestingafélagið Flóka og þá á hann glæsihýsi í London, New York, Miami og í Frakklandi.

Guðbjörg Matthíasdóttir og fjölskylda – 80 milljarðar króna

Guðbjörg á Ísfélag Vestmannaeyja ásamt fjölskyldu sinni og ýmis önnur félög eða fyrirtæki. Þar má nefna hlut í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, og fyrirtækin ÍSAM, Ora og Myllunni, auk fjórðungshlutar í Domino‘s. Þá hafa félög í eigu Guðbjargar og fjölskyldu hennar átt hluti í Kviku, Arion og Íslandsbanka.

Guðmundur Kristjánsson – 75 milljarðar króna

Guðmundur er eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur og forstjóri og stærsti hluthafi Brims.

Davíð Helgason – 70 milljarðar króna

Davíð stofnaði fyrirtækið Unity og var forstjóri þess til ársins 2014. Eignarhlutur hans í félaginu er 2,4 prósent og metinn á 38 milljarða króna.

Næstu á listanum í sætum 7 til 10:

Ágúst og Lýður Guðmundssynir – 60 milljarðar króna

Björk Aðalsteinsdóttir og Þorsteinn Kristjánsson – 50 milljarðar króna

Sigurður Gísli og Jón Pálmasynir – 45 milljarðar króna

Ítarlega úttekt um 50 ríkustu Íslendingana má finna í nýjasta tölublaði Frjálsrar verslunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Össur: Snorri er kjarklítill og flýr af hólmi

Össur: Snorri er kjarklítill og flýr af hólmi
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ólga í Mosfellsbæ vegna opnunar meðferðarheimilis fyrir unglinga – Bæjarstjóri segir upplýsingar um gæsluvarðhald í Kveik villandi

Ólga í Mosfellsbæ vegna opnunar meðferðarheimilis fyrir unglinga – Bæjarstjóri segir upplýsingar um gæsluvarðhald í Kveik villandi
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Pútín er sagður hafa áhyggjur af kostnaðinum við stríðsreksturinn

Pútín er sagður hafa áhyggjur af kostnaðinum við stríðsreksturinn
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segir að Rússar séu reiðubúnir til gera fjölda netárása á Bretland

Segir að Rússar séu reiðubúnir til gera fjölda netárása á Bretland
Fréttir
Í gær

Telur minnst fjóra hafa verið á vettvangi er Geirfinni var ráðinn bani og miklu fleiri viti sannleikann í málinu

Telur minnst fjóra hafa verið á vettvangi er Geirfinni var ráðinn bani og miklu fleiri viti sannleikann í málinu