Það eru allar líkur á því að Marcus Thuram yfirgefi Borussia Mönchengladbach á frjálsri sölu í sumar.
Thuram hefur heillað marga á þessari leiktíð og var til að mynda orðaður við stærri félög í janúarglugganum.
Þessi 25 ára gamli sóknarmaður getur hins vegar valið á milli félaga í sumar því samningur hans er að renna út.
Áhuginn ætti að vera til staðar á Thuram því hann hefur skorað 13 mörk í 26 leikjum fyrir Gladbach í þýsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni.
Thuram er að stíga sín fyrstu skref með franska A-landsliðinu og hefur spilað tíu leiki þar.
Marcus Thuram er sonur goðsagnarinnar Lilian Thuram.