Sadio Mane mætti með bros á vör á æfingu Bayern Munchen í morgun en framtíð hans er hins vegar sögð í óvissu eftir uppákomu fyrr í vikunni.
Senegalanum lenti saman við liðsfélaga sinn Leroy Sane í slæmu 3-0 tapi gegn Manchester City í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Þeir rifust í leiknum sjálfum og hélt það áfram inni í klefa eftir leik. Mane sló að lokum til Sane áður en liðsfélagar skárust í leikinn.
Yfirmenn hjá Bayern hafa farið yfir stöðuna og íhuga hverjar afleiðingarnar eigi að verða fyrir Mane eftir uppákomuna á þriðjudag.
Sekt, bann og jafnvel brottrekstur hefur komið til tals.
Búist er við afsökunarbeiðni frá Mane í dag.
News #Mané: He has already arrived the training center this morning. He was smiling. Bosses have discussed several possible consequences yesterday: fine, suspension, even separation. Team training today at 11 am. His apology in front of the team is expected today. @SkySportDE 🇸🇳 pic.twitter.com/HCPH1ajq55
— Florian Plettenberg (@Plettigoal) April 13, 2023