Ung stúlka heimsótti Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins í Skógarhlíð í gær og færði starfsmönnum þar dýrmæta gjöf. Stúlkan, sem heitir Saga, vildi þakka fyrir sig en hún þurfti að fara í sjúkrabíl fyrir nokkru og fékk hún þá bangsa frá starfsmönnum slökkviliðsins.
„Þetta fannst henni svo gott að hún kom til okkar með þrjá bangsa svo að önnur börn gætu líka fengið eins og hún,“ segir í fallegri færslu Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu á Facebook. Slökkviliðið færði Sögu þakkir fyrir gjöfina og munu bangsarnir vafalítið koma að góðum notum.