fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Árborg bregst við skuldavanda – Selja eignir og lækka launakostnað

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 12. apríl 2023 21:53

Árborg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bæjarstjórn Árborgar hefur sett sér fjárhagsleg markmið til að ná tökum á fjármálum sveitarfélagsins, en skuldir nema í dag rúmlega 27 milljörðum króna og er skuldaviðmið sveitarfélagsins nú um 160% af tekjum og uppfyllir Árborg því ekki skuldaviðmið samkvæmt lögum sem kveða á um að það hlutfall skuli ekki vera hærra en 150%.

„Sveitarfélagið Árborg er að takast á við mikla vaxtaverki. Leiðin út úr vandanum er tvíþætt: Í fyrsta lagi ábyrg og raunsæ fjármálastjórn og lausnamiðuð hugsun þar sem að allir ábyrgir aðilar innan sveitarfélagsins þurfa að leggja sitt að mörkum til að draga úr kostnaði, auka skilvirkni og styrkja rekstrargunn stofnanna okkar. Í öðru lagi þurfum við að nýta þau tækifæri sem felast í þeirri uppbyggingu og fjárfestingum sem átt hafa sér stað í sveitarfélaginu á síðustu árum. Árborg er í dag heitur reitur í ferðaþjónustu, atvinnuuppbyggingu og mannlífi á Suðurlandi. Í því felast klárlega tækifæri sem við ætlum okkur að nýta til þess að vaxa út úr vandanum. Það mun takast með samstilltu átaki,“ segir Fjóla Steindóra Kristinsdóttir bæjarstjóri Árborgar í fréttatilkynningu.

Sveitarfélagið hefur á undanförnum árum vaxið hratt sem hefur kallað á umfangsmiklar innviðafjárfestingar á borð við skóla, veitur og íþróttamannvirki. Á árunum 2016 -2021 fjölgaði íbúum um 27,4% og hafa útgjöld til þjónustu við íbúa einnig vaxið ört og stöðugildum hjá sveitarfélaginu við grunnþjónustu fjölgað hraðar en sem nemur fólksfjölgun.

Samhliða vextinum hefur skuldasöfnun aukist verulega og sveitarfélagið verið rekið með umtalsverðum halla frá árinu 2019. Þá hafa hækkandi vextir, verðbólga og launahækkanir síðustu missera leitt til mun verri rekstrarskilyrða fyrir sveitarfélagið.

Opinn íbúafundur var haldinn í dag þar sem kynntar voru tillögur að áætlun sem kallast Brú til betri vegar.  Meðal markmiða Brúarinnar er:

  • Auka framlegð af rekstri að jafnaði um 500 milljónir króna árlega
  • Skuldaviðmið sveitarfélagsins verði komið undir 150% eins og lög kveða á um árið 2028
  • Til lengri tíma verði skuldaviðmið Árborgar ekki hærra en 120%
  • Launakostnaður Árborgar verði komið í 56% af rekstrartekjum árið 2025 en það er um 60% í dag
  • Seldar verða byggingarlóðir og eignir fyrir 800 m.kr. 2023
  • Frá árinu 2024 er gert ráð fyrir að seldar verði eignir og byggingarlóðir fyrir 300 m.kr á ári
  • Fjárfest verði fyrir u.þ.b. 2-2,5 ma.kr til ársins 2025 til að ljúka fjárfestingum við m.a. veitur, og grunnskólann Stekkjarskóla.
  • Á árunum 2026-2029 verði fjárfestingar Árborgar á bilinu 1,2-1,5 ma.kr á ári.
  • Öll verkefni og þjónusta sveitarfélagsins verður endurskoðuð og forgangsraðað með það að markmið að fjármál Árborgar verði aftur sjálfbær.
  • Bæjarstjórn Árborgar mun óska eftir tillögum íbúa varðandi sparnað og aðhald í rekstri í gegnum vefinn Betri Árborg.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Árekstur þriggja bíla við Hamraborg – Dælubíll og þrír sjúkrabílar sendir á vettvang

Árekstur þriggja bíla við Hamraborg – Dælubíll og þrír sjúkrabílar sendir á vettvang
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“
Fréttir
Í gær

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Í gær

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt