fbpx
Laugardagur 01.febrúar 2025
Pressan

19 ára kona á dauðarefsingu yfir höfði sér á Balí

Pressan
Fimmtudaginn 13. apríl 2023 06:50

Manuela Vitoria de Araujo Farias. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðar í mánuðinum fær Manuela Vitoria de Araujo Farias, 19 ára, að vita hvort hún verður dæmd til dauða á Balí.

Hún var handtekin á flugvellinum þar í janúar eftir að tollverðir fundu þrjú kíló af kókaíni í ferðatöskunni hennar.

Mál Farias, sem er brasilísk, hefur vakið mikla athygli og þá sérstaklega í ljósi þess að ákæruvaldið hefur sagt að farið verði fram á þyngstu hugsanlegu refsingu yfir henni, dauðadóm.

Á Balí er dauðadómum framfylgt með því að hinir dæmdu eru færðir fyrir aftökusveit sem skýtur þá til bana.

Verjandi Farias hefur ekki gefið upp von um að hún verði sýknuð og segir hana saklausa og að hún hafi verið blekkt til að smygla fíkniefnum. Það hafi aðili, sem hún hélt að hún gæti treyst, gert.

Farias skömmu eftir handtökuna. Mynd:Lögreglan

 

 

 

 

 

 

Farias segir að hún hafi verið talin á að fara til Balí til að læra á brimbretti og að henni hafi verið sagt að þar sé hof þar sem hún gæti beðið fyrir móður sinni sem glímir við alvarleg veikindi.

Eins og áður sagði, þá á hún dauðadóm yfir höfði sér ef allt fer á versta veg fyrir dómi. Á Balí er fólk oft dæmt í ævilangt fangelsi ef það sleppur við dauðadóm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ólöf Tara er látin

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump vill senda 30 þúsund innflytjendur til Guantánamoflóa

Trump vill senda 30 þúsund innflytjendur til Guantánamoflóa
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vill banna sjálfsfróun – Segir að frjóvgunarferlið hefjist þegar karlmanni rís hold

Vill banna sjálfsfróun – Segir að frjóvgunarferlið hefjist þegar karlmanni rís hold
Pressan
Fyrir 4 dögum

Í fyrsta sinn í 30 ár – Fimm dagar í röð án þess að nokkur væri skotinn í New York – Jinxaði löggan þetta?

Í fyrsta sinn í 30 ár – Fimm dagar í röð án þess að nokkur væri skotinn í New York – Jinxaði löggan þetta?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ferðamannaland fer nýja leið til að takast á við vatnsskort – Fylla sundlaugarnar með sjó

Ferðamannaland fer nýja leið til að takast á við vatnsskort – Fylla sundlaugarnar með sjó
Pressan
Fyrir 4 dögum

Átta merki þess að barnið þitt (og aðrir ástvinir þínir) sé narsissisti

Átta merki þess að barnið þitt (og aðrir ástvinir þínir) sé narsissisti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það að kona neiti að stunda kynlíf er ekki rangt og það er ekki skilnaðarsök segir Mannréttindadómstóllinn

Það að kona neiti að stunda kynlíf er ekki rangt og það er ekki skilnaðarsök segir Mannréttindadómstóllinn