Þetta sagði William Burns, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, á þriðjudaginn að sögn Reuters. „Rússland verður sífellt háðara Kína og að vissu leyti er hætta á að með tímanum verði landið að efnahagslegri nýlendu Kínverja,“ sagði hann.
Hann sagði að Rússar verði sérstaklega háðir Kínverjum hvað varðar viðskipti með hráefni.
Hann lét þessi ummæli falla á ráðstefnu í Rice háskólanum í Houston í Texas.