fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Íslendingur handtekinn í Brasilíu sakaður um að vera einn af höfuðpaurunum í alþjóðlegum smyglhring

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 12. apríl 2023 12:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingur hefur verið handtekinn í suðurhluta borgarinnar Rio de Janeiro í Brasilíu og er sakaður um að hafa verið einn af höfuðpaurunum í alþjóðlegum fíkniefnahring. Frá þessu greina brasilískir fréttamiðlar en þar segir að maðurinn hafi verið handtekinn í morgun. Hefur nafn mannsins ekki verið opinberað.

Segir í fréttum brasilískra miðla að lögreglan í Ríó hafi í morgun framkvæmt meira en 49 húsleitir til að reyna að uppræta glæpahringinn sem mun vera sérhæfður í peningaþvætti og fíkniefnasmygli. Fóru aðgerðir fram víða í Brasilíu og voru afar umfangsmiklar. Til að mynda tóku um 250 lögreglumenn þátt í aðgerðunum og fóru fram 33 handtökur í nokkrum borgum. Hald var lagt á bankareikninga 43 einstaklinga, 57 fasteignir af ýmsum stærðum og gerðum og þó nokkrar bifreiðar og skip.

Í frétt Enfoco segir að hald hafi verið lagt á eignir að verðmæti rúmlega 4,2 milljarðar króna í tengslum við málið, 65 kíló af kókaíni og 225 kíló af kannabis.

Íslendingurinn góðkunningi lögregluyfirvalda

Um Íslendinginn segir að hann sé búsettur í Brasilíu og hafi áður verið til rannsóknar hjá hvort tveggja brasilískum yfirvöldum og hjá íslenskum. Hafi handtakan í morgun verið í samstarfi við Ítalíu í gegnum Interpol og við Ísland í samstarfi við fulltrúa frá Europol. Einnig hafi brasilískur dómari veitt heimild fyrir því að fulltrúar frá íslensku lögreglunni yrðu viðstaddir til að fylgjast með upphafi aðgerðanna í morgun.

Í opinberri tilkynningu frá brasilískum yfirvöldum vegna málsins segir að í málinu sé til rannsóknar peningaþvætti, skipulögð brotastarfsemi, undanskot eigna og alþjóðlegt smygl á fíkniefnum. Samanlagt gætu þessi brot leitt til rúmlega 40 ára fangelsisrefsingar.

Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá alþjóðasviði ríkislögreglustjóra, staðfestir í samtali við DV að aðgerðir í morgun hafi verið í samstarfi við embættið og hafi fulltrúar frá Íslandi verið viðstaddir. Gat hann ekki gefið frekari upplýsingar að svo stöddu en von er á yfirlýsingu vegna málsins síðar í dag.

Uppfært. 13:17 – Samkvæmt heimildum RÚV er umræddur Íslendingur Sverrir Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn.

Uppfært: 14:50– Eftirfarandi er tilkynning ríkislögreglustjóra vegna málsins.

„Í morgun handtók brasilíska lögreglan fjölda einstaklinga, þar á meðal Íslending, í stórum aðgerðum lögreglunnar þar í landi. Íslensk lögregluyfirvöld hafa unnið með brasilískum yfirvöldum vegna málsins og tóku starfsmenn íslensku lögreglunnar meðal annars þátt í aðgerðunum. Aðgerðin sem gengur undir heitinu „Match Point“ var með það markmið að leysa upp skipulögð samtök sem hafa sérhæft sig í peningaþætti og fíkniefnasmygli. Grunur er um að samtökin stundi víðtæka brotastarfsemi í Brasilíu.

Um 250 lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum sem náðu til 10 borga í Brasilíu, bankareikningar 43 einstaklinga hafa verið frystir og 57 eignir haldlagðar auk ökutækja og skipa. Þá voru um 65 kíló af kókaíni haldlögð og 225 kíló af kannabisefnum. Aðgerðir standa enn yfir en nánari upplýsingar má finna í fréttatilkynningu brasilískra yfirvalda sem finna má hér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Egill Þór er látinn

Egill Þór er látinn
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“
Fréttir
Í gær

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Í gær

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg