fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
Fréttir

Medvedev eykur völd sín

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 12. apríl 2023 07:00

Dmitry Medvedev. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dmitry Medvedev, fyrrum forseti og forsætisráðherra Rússlands, hefur tekið sér stöðu sem grjótharður andstæðingur Vesturlanda eftir innrás Rússa í Úkraínu. Hann hefur látið gamminn geisa og haft í hótunum við þá sem hann telur andstæðinga Rússa og þeir eru margir þessa dagana.

En er þessi orðræða hans leikrit eitt eða er hann að undirbúa endurkomu í æðstu valdastöður Rússlands?

„Ég bið um og vona að þið uppfyllið skyldur ykkar við föðurlandið. Ef þið hafi ekki uppfyllt skyldur ykkar við föðurlandið innan nokkurra daga þá byrja ég að taka á ykkur sem glæpamönnum sem hunsa heiður föðurlandsins og hagsmuni.“

Þetta las hann upp fyrir hermenn og fólk úr rússneska iðnaðinum nýlega. Þessi orð eru bein tilvitnun í skeyti sem Stalín sendi forsvarsmönnum rússneska hergagnaiðnaðarins haustið 1941 til að reyna að fá hjólin til að snúast hraðar.

Þegar hann hafði vitnað í Stalín sagði hann viðstöddum að hlusta á sig og muna orð Stalíns. „Eins og þið skiljið, þá voru niðurstöður þessarar hvatningar mjög áhrifamiklar,“ sagði hann síðan.

Frá því í desember hefur Medvedev verið yfirmaður iðnaðar- og hermálanefndar landsins en hlutverk hennar er að samhæfa afhendingu hergagna til hersveitanna í fremstu víglínu í Úkraínu.

Það ber auðvitað himinn og haf á milli stöðunnar í Rússlandi haustið 1941, þegar her nasista stóð á þröskuldinum að Moskvu, og þeim vandamálum sem Rússar glíma við núna í tengslum við innrásina í Úkraínu. En hjá áróðursmaskínu Kremlverja eru skilin á milli staðreynda og goðsagna löngu horfin og Medvedev hefur tekið sér stöðu í fararbroddi hinna blóðþyrstu.

Medveden gegndi embætti forseta frá 2008 til 2012 en þá varð Pútín að taka sér frí frá því að vera forseti þar sem stjórnarskráin heimilaði honum ekki að sitja svo lengi samfellt í embætti. Hann skipti einfaldlega við Medvedev um embætti og varð forsætisráðherra á meðan Medvedev var forseti. Fáum duldist þó hver fór með völdin í landinu.

Í forsetatíð Medvedev bundu margir vonir við hann sem frjálslyndan stjórnmálamann og því urðu margir fyrir vonbrigðum þegar hann lét af forsetaembætti 2012 án þess að takast á við Pútín um það. Að launum fékk hann embætti forsætisráðherra allt fram til 2020 en þá var hann gerður að varaformanni öryggisráðs landsins. Margir telja þetta hafa verið töluverða stöðulækkun fyrir hann.

Sérfræðingar hafa bent á að Medvedev sé einn fárra sem njóti algjörs trausts Pútíns og að staða hans sem formanns iðnaðar- og hermálanefndar landsins bendi til að hann geti komist til æðstu metorða á nýjan leik.

Abbas Galljamov, fyrrum ræðuritari Pútíns, sagði í samtali við Radio Free Europe að miðað við það sem hefur gerst í rússneskum stjórnmálum síðustu mánuði, þá geti Medvedev orðið eftirmaður Pútíns

Hann sagði að hugsanlega verði Medvedev gerður að forsætisráðherra eftir ósigra á vígvellinum í Úkraínu. Pútín muni þá gera breytingar á ríkisstjórninni og gera Medvedev að forsætisráðherra á nýjan leik. Veita honum völd til að stjórna hernum og segi við hann: „Gjörðu svo vel, byrjaður, sigraðu í stríðinu. Nú berð þú ábyrgð á þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna

Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna
Fréttir
Í gær

Senn dregur til tíðinda í kapphlaupinu um „stærsta fjársjóð mannkyns“

Senn dregur til tíðinda í kapphlaupinu um „stærsta fjársjóð mannkyns“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sögð ekki hafa áttað sig á eðli parkets

Sögð ekki hafa áttað sig á eðli parkets
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mildi að ekki fór enn verr eftir að klakastykki stórskemmdi vinnubíl í Grafarvogi – Myndir

Mildi að ekki fór enn verr eftir að klakastykki stórskemmdi vinnubíl í Grafarvogi – Myndir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“