fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Átök á lögreglustöðinni við Hverfisgötu draga dilk á eftir sér

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 12. apríl 2023 15:30

Mynd: logreglan.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært rúmlega þrítugan mann fyrir tvö brot gegn valdstjórninni sem hann er sagður hafa framið árin 2020 og 2021.

Maðurinn er margdæmdur, meðal annars fyrir brot gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni. Hann er að þessu sinni sakaður um að hafa brotið plexligler-skilrúm á lögreglustöðinnni á Hverfisgötu með þeim afleiðingum að lögreglumaður við skyldustörf slasaðist. Er þessu lýst með eftirfarandi hætti í ákæru héraðssaksóknara:

„Sunnudaginn 12. september 2021, rokið á fætur og ýtt með báðum höndum á skilrúm úr plexigleri, þannig að skilrúmið brotnaði og hluti þess féll niður og hafnaði á
upphandleggjum lögreglumanns B, sem þar var við skyldustörf, en við þetta hrökk hann aftur í sæti sínu, allt með þeim afleiðingum að hann fékk tak í mjóbakið og mar á upphandleggi.“

Hitt ákæruatriðið varðar hótanir gegn lögreglumanni og átti það atvik sér stað um miðjan ágúst árið 2020.

Aðalmeðferð í málinu verður við Héraðsdóm Reykjavíkur þann 25. apríl næstkomandi.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Drápu 500 ára gamlan Íslending fyrir slysni – Bar nafnið Ming

Drápu 500 ára gamlan Íslending fyrir slysni – Bar nafnið Ming
Fréttir
Fyrir 4 dögum

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför