Íslenski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Stefán Teitur Þórðarson hefur með myndbirtingu gagnrýnt liðsvals Óskars Hrafns Þorvaldssonar þjálfara Breiðabliks í gær.
Breiðablik tapaði fyrsta leik tímabilsins í Bestu deildinni gegn HK á dramatískan hátt í Kópavogi í gær.
Oliver Stefánsson, einn af nýju leikmönnum Breiðabliks komst ekki í leikmannahóp liðsins en fleiri góðir leikmenn voru utan hóps hjá BLikum í gær.
Stefán sem leikur í Danmörku í dag er líkt og Oliver frá Akranesi og hann birti mynd af Oliver í gærkvöld. Stefán birti myndina aðeins örfáum mínútum eftir að HK tryggði sér sigur í Kópavogi.
Stefán teitur leikur í dag með Silkeborg en hann var lykilmaður í landsliði Íslands undir stjórn Arnars Viðarssonar.
— Stefán Teitur (@stefanteitur16) April 10, 2023