Dean Smith hefur verið ráðinn þjálfari Leicester City en hann mun stýra liðinu út tímabilið.
Þetta staðfesti Leicester í kvöld en Smith tekur við af Brendan Rodgers sem var rekinn á dögunum.
Smith þekkir það vel að þjálfa í efstu deild en hann var áður hjá Aston Villa en var síðast hjá Norwich í næst efstu deild.
Hans bíður erfitt verkefni í úrvalsdeildinni en Leicester er í harðri fallbaráttu þegar átta umferðir eru eftir.
Leicester er í næst neðsta sætinu með aðeins 25 stig sem er allt of lítið miðað við góðan leikmannahóp.