Valur byrjar tímabilið í Bestu deild karla vel en liðið spilaði við ÍBV á heimavelli sínum í kvöld.
ÍBV komst nokkuð óvænt yfir í þessum leik en Valsmenn svöruðu með tveimur mörkum frá Adam Ægi Pálssyni og Guðmundi Andra Tryggvasyni.
Víkingur Reykjavík byrjar tímabilið enn betur og vann Stjörnuna með tveimur mörkum gegn engu í Víkinni.
Nikolaj Hansen kom Víkingum yfir og bætti Oliver Ekroth við öðru marki áður en flautað var til leiksloka.
Fjörugasti leikurinn var á milli Fram og FH en þar voru fjögur mörk skoruð í jafntefli.
Kjartan Henry Finnbogason var á meðal markaskorara FH í 2-2 jafnteflinu en hann kom liðinu yfir úr vítaspyrnu.
Valur 2 – 1 ÍBV
0-1 Felix Örn Friðriksson(’41)
1-1 Adam Ægir Pálsson(’56)
2-1 Guðmundur Andri Tryggvason(’77)
Stjarnan 0 – 2 Víkingur R.
0-1 Nikolaj Hansen(’31)
0-2 Oliver Ekroth(’70)
Fram 2 – 2 FH
0-1 Kjartan Henry Finnbogason (’38, víti)
1-1 Guðmundur Magnússon (’42, víti)
2-1 Hlynur Atli Magnússon (’52)
2-2 Vuk Oskar Dimitrijevic (’69)