Þrjár stórstjörnur eru til sölu hjá Barcelona í sumar sem mun reyna að fá inn sem mestan pening í janúarglugganum.
Frá þessi greinir spænski miðillinn Sport sem sérhæfir sig í fréttum um Barcelona.
Barcelona er í miklum fjárhagsvandræðum og þarf að losa leikmenn fyrir næsta vetur. Nýlega var greint frá því að allir leikmenn liðsins þyrftu að taka á sig 15 prósent launalækkun.
Brasilíumaðurinn Raphinha er til að mynda á sölulista en hann kom aðeins til Barcelona síðasta sumar frá Leeds.
Ferran Torres, fyrrum leikmaður Manchester City, og hinn efnilegi Ansu Fati eru einnig fáanlegir í glugganum.
Barcelona borgaði 55 milljónir punda fyrir Raphinha en býst ekki við að fá sömu upphæð til baka.