Það eru ekki allir stuðningsmenn Chelsea sem eru hrifnir af eiganda félagsins, Todd Boehly.
Boehly hefur hingað til rekið tvo stjóra á stuttum tíma síðan hann eignaðist félagið í fyrra en bæði Thomas Tuchel og Graham Potter fengu sparkið.
Frank Lampard var ráðinn til starfa út tímabilið á dögunum en hann er marhakæsti leikmaður í sögu félagsins og var einnig stjóri liðsins á sínum tíma.
Samkvæmt Sun þá ræddi Boehly við sjónvarpsstjörnuna James Corden um ráðninguna og vildi fá ráð frá vini sínum en þeir þekkjast vel.
Corden hefur stýrt þættinum „The Late Late Show“ í Bandaríkjunum í mörg ár og hefur þekkt Boehly í dágóðan tíma.
Corden er enskur og er stuðningsmaður West Ham en Boehly virðist treysta mikið á hans ráð sem varð til þess að Lampard var ráðinn.
Lampard ólst einmitt upp hjá West Ham en hann gerði garðinn frægan sem leikmaður Chelsea til margra ára.