Harry Maguire er ánægður með sitt framlag til Manchester United á þessu ári en hann hefur misst byrjunarliðssæti sitt undir Erik ten Hag.
Maguire hefur aðeins spilað 12 deildarleiki á tímabilinu en Lisandro Martinez hefur tekið sæti hans í byrjunarliðinu.
Maguire er þó ánægður með sjálfan sig og segist vera að sanna sitt gildi þegar hann fær tækifærin.
,,Það er mitt starf að vera tilbúinn og æfa eins vel og ég get. Ef þú spyrð búningsklefann hversu vel ég æfi þá er svarið að ég er með mikið keppnisskap og legg mig fram,“ sagði Maguire.
,,Ég er alltaf tilbúinn að gera aukahlutina. Ég hef sannað mig í hvert skipti sem ég hef fengið tækifæri á þessu ári og líka fyrir landsliðið á HM. Ég er á góðum stað og er að standa mig mjög vel.“