Dani Alves, goðsögn Barcelona, var virkilega óánægður er hann var látinn fara frá félaginu í fyrra.
Frá þessu er greint í dag en Alves spilaði frítt fyrir Barcelona 39 ára gamall til að hjálpa liðinu í fjárhagsvandræðum.
Samkvæmt fregnum dagsins var Alves hundfúll með vinnubrögð Barcelona og ásakaði félagið um að koma illa fram við sína leikmenn.
Alves hafði áhuga á að vera lengur hjá félaginu þar sem hann gerði garðinn frægan og hafði lítinn áhuga á launum.
Stjórn félagsins ákvað hins vegar að losa Brasilíumanninn og lét hann í sér heyra er sú ákvörðun var tekin.
Alves er goðsögn hjá félaginu og vann fjölmarga titla en sneri aftur um fertugt til að hjálpa á erfiðum tímum.