Dean Smith, fyrrum stjóri Aston Villa, er að taka við Leicester og mun þjálfa liðið út tímabilið.
The Athletic fullyrðir þessar fregnir en Leicester hafði upphaflega áhuga á að ráða Jesse Marsch til starfa.
Marsch ákvað hins vegar að hafna því boði að taka við Leicester sem er í harðri fallbaráttu.
Rafael Benitez hefur einnig verið orðaður við félagið en mun ekki taka við fyrr en mögulega í sumar.
Smith þekkir það vel að stýra í ensku úrvalsdeildildinni og mun reyna að halda liðinu í deild þeirra bestu.