Jude Bellingham kemst upp með of mikið hjá Borussia Dortmund að sögn þýsku goðsagnarinnar, Dietmar Hamann.
Bellingham er einn eftirsóttasti leikmaður heims og er orðaður við stórlið á Englandi fyrir næsta sumar.
Hamann er ekki sannfærður um að Bellingham sé með allt sem til þarf svo hann nái árangri hjá stærra félagi og ásakar hann um leti í vörninni.
,,Ég er ekki sannfærður um Bellingham, hann er gríðarlega efnilegur leikmaður og með mikið gæði en hann er ekki með nógu mikinn aga,“ sagði Hamann.
,,Ef þú horfir á mörkin sem Dortmund hefur fengið á sig þá get ég kennt honum um fimm eða sex undanfarið.“
,,Ef hann vill fara til Real Madrid eða Liverpool þá þarf hann að spila öðruvísi. Hjá Dortmund gerir hann það sem hann vill, enginn þorir að segja neitt því þeir óttast að móðga hann.“