Bruno Guimaraes, leikmaður Newcastle, hefur staðfest það að hann hafi spilað meiddur gegn Brentford um helgina.
Bruno meiddist í upphitun er Newcastle vann 2-1 sigur en hann þurfti á verkjatöflum að halda til að komast í gegnum viðureignina.
Miðjumaðurinn hefur sjálfur áhyggjur af meiðslunum og veit ekki hvenær hann verður 100 prósent klár í slaginn.
,,Ég sneri upp á ökklann í uphitun svo nú þarf ég að fá einhvern tíma til að jafna mig,“ sagði Bruno.
,,Ég þarf að fá hvíld. Ég þarf að fá hvíld og sjá hvað ég get gert undir lok tímabilsins en ég er ekki ánægður með stöðuna á ökklanum.“
,,Ég fékk verkjatöflur en fyrri hálfleikurinn var mjög erfiður fyrir mig. Í þeim seinni þá gerði ég betur og hjálpaði liðinu mínu að ná í sigur.“