Mohamed Salah ætti ekki að vera að taka vítaspyrnur Liverpool ef þú spyrð goðsögnina Roy Keane.
Salah klikkaði á punktinum í gær í 2-2 jafntefli við Arsenal en hann gat jafnað metin í byrjun seinni hálfleiks.
Keane hefur litla sem enga trú á Salah á vítapunktinum og var bálreiður er hann sá Egyptann klikka á vítaspyrnu gegn Bournemouth nýlega.
,,Nei ég hef enga trú á honum á punktinum,“ sagði Keane í samtali við Sky Sports.
,,Ég horfði á hann í leiknum og hann var ekki með sjálfum sér. Augljóslega ef þú hittir ekki markið þá er ómögulegt að skora en ég hafði enga trú á honum.“
,,Hann klikkaði á vítaspyrnu gegn Bournemouth fyrir nokkrum vikum og það pirraði mig mikið. Ég var næstum því búinn að brjóta sjónvarpið þvó hann var brosandi fimm mínútum eftir klúðrið.“