Erik ten Hag, stjóri Manchester United, hefur engar áhyggjur af samningamálum framherjans Marcus Rashford.
Rashford verður samningslaus á næsta ári en illa hefur gengið hjá Man Utd að fá hann til að skrifa undir framlengingu.
Englendingurinn hefur verið frábær fyrir Man Utd á tímabilinu eftir erfitt gengi síðasta vetur.
Það er klárlega vilji Man Utd að framlengja við Rashford sem hefur skorað 27 mörk í öllum keppnum á tímabilinu.
Staðan er þó óljós að svo stöddu en Ten Hag er nokkuð rólegur þrátt fyrir það.
,,Nei ég hef engar áhyggjur. Ég vil ekki tala um það sem er í gangi því það veitir stöðunni engan stuðning. Ég er ansi rólegur,“ sagði Ten Hag.