Frank Lampard tók við liði Chelsea á dögunum og stýrði sínum fyrsta leik um helgina gegn Wolves.
Það gekk ekki vel í fyrsta leik Lampard en Chelsea var ósannfærandi í 1-0 tapi á útivelli.
Lampard tekur við tímabundið eftir brottrekstur Graham Potter og var aðeins ráðinn út tímabilið.
Það er ansi skemmtileg staðreynd að Lampard átti að lýsa leik Chelsea og Real Madrid í næstu viku.
Darren Fletcher, starfsmaður BT Sport, staðfestir það að Lampard hafi átt að vera í settinu í þessum mikilvæga leik í Meistaradeildinni.
Hlutirnir eru fljótir að breytast og þess í stað verður Lampard á hliðarlínunni í 8-liða úrslitum keppninnar.