Ansi athyglisvert atvik átti sér stað í ensku úrvalsdeildinni í dag er lið Liverpool og Arsenal áttust við.
Leikurinn er enn í gangi en staðan er 2-1 fyrir Arsenal á Anfield þegar um 20 mínútur eru eftir.
Einn línuvörður leiksins gaf Andy Robertson, leikmanni Liverpool, olnbogaskot í viðureigninni.
Robertson reyndi að ræða við línuvörðinn um ákveðið mál og tók dómarinn afskaplega illa í hegðun bakvarðarins.
Myndband af þessu má sjá hér.
The linesman giving Andy Robertson a little elbow 🤣🤣
— . (@MatondoProp) April 9, 2023