Leeds 1 – 5 Crystal Palace
1-0 Patrick Bamford(’21)
1-1 Marc Guehi(’45)
1-2 Jordan Ayew(’53)
1-3 Eberechi Eze(’56)
1-4 Odsonne Edouard(’70)
1-5 Jordan Ayew(’77)
Leeds missteig sig harkalega í fallbaráttunni á Englandi í dag er liðið mætti Crystal Palace á heimavelli.
Leeds hefur verið í ágætis gír undir Javi Gracia en fékk alvöru skell á heimavelli sínum í dag.
Patrick Bamford kom Leeds yfir snemma leiks en Palace skoraði fimmMHM mörk í kjölfarið og vann sannfærandi sigur.
Leeds er aðeins tveimur stigum frá fallsæti eftir 30 umferðir en sigurinn var mikilvægur fyrir Palace sem er nú sex stigum frá fallsvæðinu.
Næsti leikur Leeds verður ekki auðveldari en þá spilar liðið við Liverpool á heimavelli.