Úrúgvæski leikmaðurinn Federico Valverde er líklega á leiðinni í langt bann frá fótbolta eftir atvik sem átti sér stað í gær.
Valverde er leikmaður Real Madrid en hann byrjaði á bekknum í 3-2 tapi gegn Villarreal í spænsku deildinni.
Eitthvað gerðist á milli leikmannana á meðan leik stóð eftir innkomu Valverde sem róaðist ekki í búningsklefanum.
Spænski miðillinn Chiringuito fullyrðir að Valverde hafi beðið eftir Buena við liðsrútu Villarreal og svo kýlt hann í andlitið eftir lokaflautið.
Valverde vildi ræða við leikmanninn af einhverjum ástæðum sem endaði ekki betur en með höggi.
🚨💣 Fede Valverde waited for Baena in the bus area and then attacked him, punched him in the face. @Nilsola10 #rmalive
— Madrid Zone (@theMadridZone) April 8, 2023