Olseksandr Zinchenko hefði ekki íhugað að yfirgefa Manchester City í sumar ef það væri ekki fyrir Mikel Arteta.
Zinchenko vann með Arteta hjá Manchester City um tíma en sá síðarnefndi var þá aðstoðarþjálfari Pep Guardiola.
Arteta tók síðar við aðalþjálfarastarfinu hjá Arsenal og ákvað að hringja í Zinchenko í sumar sem bar árangur.
,,Það sem hann gerði fyrir mig og er að gera fyrir mig þýðir mikið. Ég sagði margoft að ef ég myndi yfirgefa City og halda áfram í ensku úrvalsdeildinni þá væri það bara fyrir einn stjóra, hann,“ sagði Zinchenko.
,,Hvernig hann sér fótboltann, hvernig hann horfir á hlutina, hann er sigurvegari. Það er það sem ég vil fá fólki. Hann þekkti mig sem leikmann og persónu og eftir símtalið frá honum þá átti ég nokkur samtöl fyrir skiptin til Arsenal.“
,,Í lok dags líkaði mér við allt sem ég heyrði og ákvað þess vegna að taka skrefið.“