fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Ofsaakstur eftir að hafa stolið bíllyklum úr íbúð

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 9. apríl 2023 07:48

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var tilkynnt til lögreglunnar um mann sem var að reyna komast inn á stigagang í hverfi 110 í Reykjavík. Lögregla kom á vettvang og fannst maðurinn ekki. Stuttu síðar barst önnur tilkynning um að sami maður hefði komist inn á heimili í hverfi 110 og hefði tekið þar bíllykla.

Maðurinn ók síðan á brott á bílnum. Lögregla mætti bílnum og var ökumanni gefið merki um að stöðva akstur sinn sem hann gerði ekki og hófst þá eftirför. Eftirförin fór frá hverfi 110 og endaði í hverfi 101 þar sem maðurinn var handtekinn. Mikil umferð var á þessum tíma og var akstur ökumanns stórhættulegur en hann ók á hraðanum 140-170 km/klst þar sem hámarks aksturshraði er 60 km/klst. Maðurinn er einnig grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Gistir hann nú fangageymslu lögreglu í þágu rannsóknar málsins.

Frá þessu greinir í dagbók lögreglu en þar segir einnig frá því að leigubílstjóri hafði samband við lögreglu vegna þess að farþegi í bíl hans vissi ekki hvar hann átti heima.

Þá var tilkynnt um mann sem var að skoða inn í bíla við Kringluna. Var maðurinn æstur og öskraði út í loftið. Lögregla fór á vettvang og róaði manninn.

Tilkynnt var um rafskútuslys í miðborginni. Maður datt af hjóli sínu og hlaut áverka í andliti. Var hann fluttur á slysadeild til frekari aðhlynningar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni