fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
Eyjan

Ragnar Þór með kolsvarta spá – Segir að ástandið eigi bara eftir að versna

Eyjan
Sunnudaginn 9. apríl 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að staðan á húsnæðismarkaðnum eigi bara eftir að versna og eignarýrnun meðal skuldugra húsnæðiseigenda eigi eftir að aukast mikið. Ríkisstjórnin sé ekki að gera neitt í málinu og það aðgerðaleysi, sem og stefna Seðlabankans, séu birtingarmyndir meðvitaðrar ákvörðunar um að færa fjármagn frá skuldurum til fjármagnseigenda. Þetta kemur fram í viðtali Frosta Logasonar við Ragnar á hlaðvarpsveitunni Brotkast.

„Stjórnvöld og sveitarfélögin munu ekki hefja uppbyggingu á stórum svæðum, eins og t.d. í Keldnaholti eða Blikastaðalandinu eða inni í Úlfarsárdal fyrr en í fyrsta lagi eftir þrjú, fjögur ár, þannig að þetta verða bara svona þéttingarreitir, sem eru rándýrir. Verktakarnir og lóðahafar lóða sem hægt er að byggja á munu halda að sér höndum. Þannig að það er bara gott að þínir áheyrendur og áhorfendur geri sér grein fyrir því að það er ekkert að fara að breytast til hins betra, staðan er bara að versna og hún mun versna til mikilla muna áður en hún getur nokkurn tíma batnað.“

Ragnar segir líka mikilvægt að það komi skýrt fram að stjórnvöld séu ekki að fara að gera neitt, þau séu ekki að fara að breyta um stefnu. Ekki heldur Seðlabankinn. Stefnan sé þessi:

„Að þrýsta öllum yfir í verðtryggðu lánin, sem mun byrja að éta upp eigið fé eins og gerðist í eftirmálum hrunsins. Munurinn á því sem gerðist rétt eftir hrun er sá að þá fengum við þetta í einu risastóru skoti. Það sem er að fara að gerast núna er að hægt og bítandi mun eigið fé étast upp og við munum sjá risastóra hópa, sérstaklega ungt og fólk og fólk t.d. sem lenti í hruninu og er kannski nýbúið að rétta sig af með einhverjum hætti, ganga í gegnum sumu hlutina aftur.“ 

Ragnar segir að allar aðgerðir Seðlabanka og ríkisstjórnarinnar séu til þess fallnar að draga úr framboði á húsnæði en ekki auka það og þær auki á vandann. Það sé meðvituð ákvörðun.

„Ég tel að Seðlabankinn viti nákvæmlega hvað hann er að gera. Hann er að gera það sama og var gert hér í eftirmálum hrunsins, þetta var bara meðvituð og upplýst ákvörðun um að fara í stórfellda eigna- og fjármagnsflutninga frá skuldsettum heimilum og fyrirtækjum yfir til sérhagsmunaafla og fjármálakerfisins og þeirra sem raunverulega stýra landinu hérna bak við tjöldin.“ 

Hluta úr viðtalinu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan og þáttinn í heild má fá á brotkast.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Furðar sig á hræsni Sjálfstæðismanna í ljósi sögunnar – „Getur verið að Hildur vilji bara sjálf fá þessi embætti?“

Furðar sig á hræsni Sjálfstæðismanna í ljósi sögunnar – „Getur verið að Hildur vilji bara sjálf fá þessi embætti?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingmaður segir „fullorðnum smábörnum“ til syndanna

Þingmaður segir „fullorðnum smábörnum“ til syndanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um hvað snýst bandalag?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um hvað snýst bandalag?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Friður sé með yður

Steinunn Ólína skrifar: Friður sé með yður