Southampton 1 – 4 Manchester City
0-1 Erling Haland(’45)
0-2 Jack Grealish(’58)
0-3 Erling Haland(’68)
1-3 Sekou Mara(’72)
1-4 Julian Alvarez(’75, víti)
Manchester City hefur spilað meira spennandi leiki en sá sem fór fram í dag á St. Mary’s, heimavelli Southampton.
Margir biðu spenntir eftir þessum leik, sérstaklega vegna þess að Southampton sló einmitt Man City úr leik í enska bikarnum með 2-0 sigri.
Það sama var svo sannarlega ekki upp á teningnum í dag en gestirnir höfðu betur sannfærandi, 4-1.
Erling Haaland var að sjálfsögðu á meðal markaskorara en hann skoaði tvennu og þá komust Jack Grealish og Julian Alvarez á blað.
Sigurinn er mikilvægur fyrir Man City í titilbaráttunni og setur liðið pressu á Arsenal sem mætir Liverpool á morgun.