Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, bað blaðamenn um að láta sig vera á blaðamannafundi í gær fyrir leik kvöldsins gegn Villarreal.
Ástæðan er sú að Ancelotti hefur fengið þrálátar spurningar um það hvort hann sé á förum frá félaginu í sumar.
Talið er að Ancelotti sé að taka við brasilíska landsliðinu en hann er kominn með nóg af því að svara sömu spurningunni.
,,Eftir að hafa stýrt 1,272 leikjum þá þarf ég ekki að sanna neitt fyrir neinum. Allir mega tjá sína skoðun ef það er þeirra ósk,“ sagði Ancelotti.
,,Ef ég hef stýrt 1,272 leikjum þá veit ég ekki hversu marga blaðamannafundi ég hef setið, örugglega tvöfalt það.“
,,Þið getið rétt ímyndað ykkur svo ég bið ykkur um að láta mig í friði í dag.“