fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Ásdís og Sara segja mikið um vanlíðan og ótta í samfélaginu – „Það er unnt að finna allt það besta sem lífið hefur upp á að bjóða“

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Laugardaginn 8. apríl 2023 09:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásdís Olsen og Sara Pálsdóttir, dáleiðarar og sérfræðingar í undirmeðvitundinni, eru heillaðar af kraftaverkamætti hugans og að kraftbirta óskir og drauma

Hvernig við sköpum það líf sem við viljum lifa og verðum sú manneskja sem við viljum vera?

Þetta er stóru spurningarnar sem við öll stöndum frammi fyrir, í það minnsta einhvern tíma á lífsleiðinni.

Þær eru margar hraðahindranirnará lífsleiðinni en þær Ásdís og Sara telja að unnt sé að komast yfir þær með því að beita réttum aðferðum. 

Ásdís Olsen

Stóru spurningarnar

Þær Ásdís og Sara spyrja erfiðra spurninga. 

  • Hvernig stendur á því að ein manneskja er hamingjusöm og glöð, en önnur óhamingjusöm og döpur? 
  • Hvernig stendur á því að ein manneskja lifir í velsæld og velmegun, en önnur lifir í eymd og skorti? 
  • Af hverju lifir einn maður í ótta en annar í trú og sjálfsöryggi? Hvers vegna á ein manneskja lúxus hús og lúxusbíla, en önnur lifir í fátæklegu herbergi eða er jafnvel heimilislaus? Hvernig stendur á því ein manneskja nýtur stórkostlegar velgengni en annari mistekst flest það sem hún tekur sér fyrir hendur? 
  • Hvernig stendur á því að tvær manneskjur í sama starfi á sama vinnustað – en önnur fer í bullandi kulnun en hinni líður vel og gengur vel í starfi?“
  • Af hverju festumst við í óheilbrigðum vana eða mynstri þrátt fyrir að vilja það ekki?

Það er fátt um svör hjá blaðamanni, vægast sagt. 

Sara Pálsdóttir

Þekkja botninn

Báðar starfa þær Ásdís og Sara við dáleiðslu og trúa því einlæglega að dáleiðsla geti veitt lausn á streitu, firringu, fíkn og öðru heilsutjóni — að dáleiðsla geti losað okkur undan þrúgandi áfallaarfleifð og fært okkur opinberun, frelsi, kærleika og sátt. 

Báðar þekkja þær að lenda á botninum. 

,„Við Sara eigum báðar sögu af því að krassa og þurfa að endurskoða líf okkar,” segir Ásdís. 

,„Það eru svo margir þarna úti sem eru aftengdir sjálfum sér, hafa fjarlægst sjálfan sig og átta sig ekki á hvað er að gerast innra með þeim,” bætir  Sara. 

Aðspurð að hvernig það lýsi sér segir hún slíka aftengingu einkennast m.a. af ótta, streitu, hugaróróa, stjórnleysi, ókyrrð og eirðarleysi.

,„Fólk á erfitt að slaka á, finnur fyrir verkjum, á við svefnerfiðleika að stríða, er stressað og kvíðið og finnur fyrir spennu og vöðvabólgu í líkamanum. 

„Og þá erum við komin á stað sem við þurfum að fara að tengja okkur inn á við og skoða okkur betur,” bætir Sara við. 

,,Það er þessi tilfinning að vera svolítið týndur, vita ekki hvað maður vill eða stefnir. Það er eitt einkenna þess að vera aftengdur sjálfum sér. 

Þá er hugurinn er eins og þvottavél þar sem veltast um kvíði, áhyggjur og streita getur verið erfitt að byrja að festa hugann og stýra honum við eitthvað eitt,” útskýrir Sara. 

Sara og Ásdís

Nauðsynlegt að leita eftir hjálp

Sara segir að fjarlægja þurfi ræturnar. 

„Þær eru óheilbrigt samband við sjálfan sig.  Sjálfsvanræksla, til að mynda að borða eða, sofa ekki nóg, keyra sig áfram og vaða yfir eigin mörk. Það er langt frá því að vera heilbrigt. Margir eru jafnvel á þeim stað sem ég var á áður, að hata sjálfan sig og hafna sjálfum sér. Þeir einstaklingar upplifa jafnvel að höfnun frá öðrum eða glíma við krónískan ótta við höfnun.

Við þurfum að laga sambandið við okkur sjálf, við getum ekki orðið góð til heilsunnar, frjáls og lifað í vellíðan nema eiga heilbrigt samband við okkur sjálf.“

Þær segja báðar að líði fólki illa sé fyrsta skrefið að tala, tjá sig um vanlíðan sína og opna sig með að maður þurfi á hjálp að halda. 

„Það þarf að leita eftir hjálp og besta leiðin frá A til B er að finna aðra manneskju sem hefur lent í því sama en náð góðum árangri og gera slíkt hið sama. Það er regla númer eitt.

Önnur leið er að taka fimm mínútur á dag í hugleiðslu til að þjálfa hugann og hugsa heilbrigðar hugsanir.” 

Okkur getur öllum liðið betur

Hjarta, friður , hvíd

Sara tekur dæmi. 

,„Hugsanir eins og  ég er að fá hvíld, mér líður vel og fókusa á á eitthvað heilbrigt í fimm mínútur á dag.  Hjartað, friðinn, hvíldina eða hvað sem fólki finnst gott og jákvætt.” 

Ásdís bætir við að morgnarnir séu mikilvægir. 

,,Þegar við vöknum á morgnana, ýtum á snús takkann og dormum í morgunsárið, er svo gott að byrja á því að tékka inn í þakklæti og jákvæðar hugsanir í stað þess að stökkva fram úr, í símann, stressið og áhyggjurnar. 

Það er svo mikilvægt að gefa sér þennan tíma á morgnana og einnig á  kvöldin, að stilla inn á jákvæðar bylgjulengdir. Gefa sér sjö mínútur í hamingjuhugsanir og þakklæti.”

Dáleiðsla umbreytti líf þeirra beggja á sínum tíma. Hugarfarsbreyting er einnig nauðsynlegt til að fá frelsi. 

Lausnin undan áföllum

„Hún veitti okkur lausn undan innrætingu og áföllum, opinberandi innsýn í sálina og dýrmætt frelsi til að lifa til fulls á eigin forsendum,” segir Sara. 

,,Ég held að það sé mikið um vanlíðan og ótti hjá mörgum í samfélaginu sjálf finn ég viðvörunarbjöllur hringja  þegar ég finn að ég er að verða gröm, afbrýðisöm eða fyllast neikvæðum hugsunum. Þá er ég ekki á góðum stað,” segir Ásdís. 

,,Það þarf tæki og tól til að koma sér út úr slíku,” bætir Sara við. 

„Það er svo margir sem átta sig ekki á því að hugsanir þeirra eru rót vanheilsu, fólk sem er að hugsa neikvætt rugl allan daginn, dæmir aðra en er með þvi að framleiða neikvæða orku, gremju, fyrirlitningu, niðurrif og fordóma sem rífa niður. 

Því þarf maður að hugsa að manneskjan sé falleg, góð, heilbrigð, og mér þyki vænt um hana, alveg óháð hvernig staðan er. En með slíku fer maður að framleiða væntumþykju til sjálfs síns og annarra.“ 

Ásdís og Sara á einu af námskeiðum sínum ásamt þáttakendum.

Talið berst að þeirra aðalhugðarefni, dáleiðslu. 

Hugurinn bullar í okkar

„Á sínum tíma fékk ég heiftarlegt kvíðakast og fannst ég vera að deyja,“ segir Ásdís. 

„Ég var  kenna lífsleikni á menntasviði Háskóla Íslands, og þótt félags- og tilfinningaþroski væri mín sérgrein, þá veit ég í dag að ég vissi ekki neitt. 

Það er það áhugaverðasta að ég hafði ekki hugmynd um það. 

Ég hélt að ég væri rosalega hamingjusöm og algjörlega með þetta. Það var alltaf fjör og gaman, ég hélt að allt gengi svo vel  en allt í einu er ég flutt í sjúkrabíl upp á sjúkrahús, haldandi að ég sé að deyja.“

Ásdís Olsen

Höfuðið áfall

Hún segir það hafa verið áfall að heyra að ekkert væri að henni líkamlega. 

„Þá var það í höfðinu á mér. Og það er eitt það skelfilegasta sem ég hef staðið frammi fyrir, að uppgötva að höfuðið sé ekki að láta að stjórn. 

Ég áttaði mig á að hugur minn var að búa til skelfingarástand í líkamanum. 

Það er rosalegt að átta sig á því að hugurinn geti skapað hvaða ástand sem er.“ 

Fíkn, átröskun og kvíði

Sara hefur líka sögu að segja.

,,Ég glímdi við fíknisjúkdóm, átröskun og ofsakvíða, sem þróaðist yfir i króníska verki, streitu og síþreytu. 

Ég leitaði allra þessara hefðbundnu leiða til að ná bata  en það var enginn sem sagði við mig að ég væri að beita sjálfa mig andlegu ofbeldi með neikvæðum hugsunum. Að ég væri að skapa erfiðleika og vanlíðan með hugsunum mínum. Ég áttaði mig ekki á þessu fyrr en ég fór að stunda hugleiðslu til að fá bata, tengja mig inn á við.“ 

Sara var með króníska bakverki og ákvað að byrja á að tækla þá. 

,,Ég hóf að setjast niður fimm mínútur á dag og segja við sjálfa mig að ég væri með sterkt og heilbrigt bak og mér liði vel, jafnvel þótt ég væri að drepast í bakinu, og væri að tala þvert á það sem raunverulega var.“

Hún fór að lesa sér enn meira  til um hugann og undirmeðvitundina. 

Ég fór í dáleiðslu og áttaði mig á hvað var að valda þessum neikvæðu einkennum, þá fór ég að geta losað mig við þetta og með dáleiðslu, orkuheilum og hugarfarsumbreytingu fékk ég algert frelsi frá, bakverkjunum, síþreytunni, kvíðanum og þessari átröskunarþráhyggjusýki sem ég hafði verið heltekin af í 18 ár. 

Og síðan hef ég farið lengra og lengra inn í þessa veröld og hjálpa öðrum að ná bata.“

Sara Pálsdóttir

Viljum vekja upp hamingju

Sara starfaði sem lögmaður þegar hún upplifið kraftaverkamátt dáleiðslu, heilunar og umbreytingu á hugarfari. Sjálf lærði hún dáleiðslu og starfar við að hjálpa fólki að fá frelsi, m.a. með dáleiðslu. 

Ásdís hefur sérhæft sig í hugrænni endurforritun og hugarfari allsnægta. Hún er leikin við að leiða fólki í samtal við sálina, finna ástríðuna í lífinu og láta draumana rætast. Ásdís starfaði lengst af sem háskólakennari á sviði jákvæðrar sálfræði og núvitundar en hún er einna þekktust fyrir sjónvarpsþætti sína Undir yfirborðið og Hamingjan sanna. 

„Við viljum gefa öllum kost á að láta hugann skapa ánægjulegar upplifanir, vekja upp hamingju, sjá fyrir sér draumana rætast. Sjá allt það besta sem lífið hefur upp á að bjóða í stað þess að vera í neikvæðum hugsunum, ótta og skorti.“ 

Sara bætir við að einnig beri að leggja áherslu á hugarfar allsnægta og velmegunar. 

Við erum bæði að kenna fólki að líða vel og vera heilbrigt en einnig að skapa það líf sem það vill.  Við Ásdís höfum báðar upplifað þetta á eigin skinni, hinar miklu breytingar á okkar lífi og lífsgæðum, og einnig höfum við séð þetta gerast hjá öðru fólki. 

Með því að fara í dáleiðslu förum við í ræturnar og fjarlægum það og þá kemur meiri friður í hugsanirnar og orkuna eða líðan okkar. Síðan byrjum við að þjálfa hugarfarið, segir Ásdís. 

Námskeið þeirrar Ásdísar og Söur hafa veið vinsæl.

Bara vitleysa

Ásdís er fyrst og fremst núvitundarkennari og segir það hafa verið sína byrjun á ferli til lífshamingju. 

„Ég þurfti að skilja hugann og hvernig hann væri að trufla mína vellíðan. Það merkilegasta sem ég uppgötvaði er að ég er ekki hugsanir mínar og hugsanir mínar eru oft bull. Ég hélt að hugurinn væri alltaf að færa mér sannleika en það er ótrúleg vitleysa.

Ég held að 95 prósent af hugsunum okkar séu okkur óvinveittar og við þurfum að læra að losa okkur við þær og hugsa fallegar og bjartar hugsanir og læra að stýra þessu.“

Sara segir að stundum byrji hún hún ósjálfrátt að dæma einhvern en um leið byrji hún að afstýra hugsuninni og hugsa þess í stað hversu manneskjan sé falleg og góð, jákvætt.

Þær segja dáleiðslu leiðina.  

Gagga eins og hæna?

En hvað er dáleiðsla nákvæmlega? Væntanlega ekki eins og á skemmtun þar sem fólk er látið gagga eins og hæna?

Þær hlæja bara að því og útskýra. 

„Dáleiðsla er í raun djúp og þægileg slökun sem við upplifum sem draumkennt ástand. Í dáleiðslu finnur þú betur fyrir þínum innri veruleika og getur fengið undirvitundina til að stíga fram og vinna með þér. 

Í dáleiðslu getum við líka runnið saman við sálina okkar og fengið nýja sýn á lífið og tilveruna. Dáleiðsla er fyrst og fremst tól til að vinna með undirmeðvitundina sem er stærsti partur hugans, stýrikerfið sjálft. Þar liggur líka svarið við öllum þessum spurningum sem við spurðum í byrjun viðtalsins. Það er hugurinn sem stýrir lífi okkar, heilsu og líðan og ef við viljum breyta einhverju þar þurfum við fyrst og fremst að breyta hugarfarinu,“ segir Sara. 

„Hver hugsun er orka og við erum stöðugt að skapa, eða kraftbirta líf okkar, líðan og heilsu með því hvernig við hugsum dags daglega.“ 

Sara og Ásdís

Kraftbirting

Krafbirta? Nú er blaðamaður aftur strand. 

Ásdís segir að orðið sé þeirra þýðing á orðinu  „manifest”. 

„Rannsóknir hafa sýnt hversu kraftbirting er öflug, Við hægjum á heilabylgjunum, förum í svefnrofaástand og náum sambandi við undirmeðvitundina. 

Það er magnað að tengjast henni og þegar undirmeðvitundin stígur fram verður opinberum, maður tengist sjálfum sér og heyrir nýja rödd. 

Það er eins og undirmeðvitundin hafi persónuleika sem stígur fram, sem er stórfenglegt. Við, mannskepnan, erum ótrúlegt sköpunarverk en við  erum ekki að nýta okkur alla okkur möguleika. Við getum stillt okkur af, ákveðið hvað gerist í lífi okkar, hvernig við viljum vera og hvernig lífi við viljum lifa.“ 

Æðri máttur

Þær stöllur telja að þær hafi verið leiddar saman. 

„Við trúum því að æðri máttur stýri þessu og verð sannfærðari eftir því sem ég læri meira að ég er hluti af einhverri alheimsvitund, og við öll reyndar,“ segir Ásdís. 

„Við erum ólíkar, ég hef alltaf unnið ein með æðri mætti en fékk þá orku frá Ásdísi sem mig vantaði, hún var alveg á fullu að gera hlutina og ég þurfti að berjast á gegnum ákveðna múra þrátt fyrir að vita að mig vantaði það sem hún lagði áherslu á. 

Ég er hugrökk en oft innan míns þægindaramma svo þetta var erfitt en afar gott fyrir mig,“ segir Sara. 

Alltaf í hlutverkum

Hún segist fá marga til sín sem hafi aftengst sjálfum sér. 

„Það eru svo margir alltaf í einhverjum hlutverkum og það er líka mjög algengt að fólk leyfi sér ekki að vera það sjálft. Það hegðar sér eins og það heldur að samfélagið vilji að það sé. 

Fólk er jafnvel búið að gera það svo lengi að það er búið að gleyma hvernig það er í grunninn. Maður verður eins og laufblað í vindi sem fýkur til og frá eftir því hvernig umhverfið er eða hvað samfélagið ætlast til af manni í stað þess að finna tilganginn sinn og eltast við drauma sína og þora að vera maður sjálfur.“

Ásdís og Sara segja okkur öll geta kraftbirt líf okkar. Mynd/Getty

„En það sem gerist óhjákvæmilega í dáleiðslu er að þú tengist sjálfum þér aftur, ferð aftur inn í þig og þína undirmeðvitund og nærð tengingu við hana,“ segir Sara. 

Ásdís tekur undir og hlær. 

„Ég er nú orðin svo þroskuð og reynslumikil og búin að að prófa allt, hreinlega allar meðferðir í heiminum.  Ég er búin að prófa sjáflsstyrkingarnámskeið, Al-Anon, hugleiðslu, núvitund, hugræna athyglismeðferð, sálgreiningu, sálfræðimeðferð….nefndu það.. 

Ég hef prófað ayahuasca, sveppameðferð og allt sem er í boði út um allan heim. Ég er núvitundarkennari, jógakennari og markþjálfi en það er ekki fyrr en ég kynnist dáleiðslu að ég kynntist fyrst verkfæri sem virkar.“ 

Stjórnstöðin er málið

Hún útskýrir að þá hafi hún náð sambandi við stjórnstöðina, undirmeðvitundina.

„Þá fattaði ég að ég gat lagað og leiðrétt allt sem hefur farið úrskeiðis í stað þess að reyna að laga það sem er á yfirborðinu.“ 

Sara segir fólk almennt vera örvæntingarfullt og oft í algerri óvissu um af hverju því líður svona illa eða að það sé yfirhöfuð hægt að fá frelsi frá kvíða, streitu, verkjum eða síþreytu.

„En það er hægt, ég gerði það sjálf og hef séð hundruðir einstaklinga gera slíkt hið sama. 

Annars vegar þarf fólk að brjótast út úr kvíðanum, vanlíðaninni, streitunni og áhyggjunum. En síðan kemur að því að byrja að skapa það líf sem það vill með kraftbirtingu. 

Ég get ekki byrjað að útskýra allt það frelsi sem ég hef náð með kraftbirtingu. Brotna sjálfsmyndin, þráhyggjan, verkirnir og átröskunin? Ég náði að losna við þetta allt með með kraftbirtingu, með þvi að breyta hugarfarinu og nota dáleiðslu til að moka út þessum rótum sem voru að valda þessari vanheilsu. 

Ég kraftibirti fyrirtækið mitt, einbýlishús með heitum potti og ótrúlegustu hluti á mettíma.“ 

Allir geta kraftbirt

Ásdís segir þær kenna kraftibirtingu. 

„Við hjálpum fólki að kraftbirta óskir og drauma, að fá sýn á hvað það vill og bjóða því inn í líf okkar með dáleiðslu og svokallaðri töfra-kraftbirtingarformúlu. 

Þá eru óskir okkar og draumar settar beint inn í undirmeðvitundina og hún byrjar þá strax á fullu að vinna í að gera það að raunveruleika sem þúsund sinnum öflugra en að láta hlutina gerast í meðvitundinni.“ 

Við þurfum að njóta lífsins, ekki festa okkur í áhyggjum. Mynd/Getty

Þær segja undirmeðvitundina stórkostlega. 

„Undrmeðvitundin veit allt, allt frá móðurkviði og jafnvel fyrri lífum, ef við erum opin fyrir því. Undirmeðvitundin er tengd við alheimsviskuna og getur meira að segja sótt upplýsingar fyrir okkur sem við búum ekki yfir sjálf þegar okkur vantar svör. 

Og með því að fylgja því fáum við frelsi. Við getum töfrað, heilað okkur sjálf í gegnum undirmeðvitundina. Við trúum því að það sé hægt að laga allt,“ segir Ásdís. 

Sara bætir við að það sé hægt að fara aftur í fortíðina og laga hlutina frá upphafi. 

„En það er líka hægt að fara inn í framtíðina því í orkuheiminum er hvorki tími né fjarlægð. 

Þetta snýst um kraftaverkamátt hugans því það er svo undraverðir kraftar sem búa í undirmeðvitund hvers og eins. 

Dýrmætasta auðlind hvers og eins er orkan okkar. 95% af orkunni okkar (hugsanir) koma úr undirmeðvitundinni. Fyrsta skrefið er að læra hvernig hún virkar svo við getum farið að stýra henni og þar með þessum undrakröftum sem þar búa og losa okkur við neikvæð forrit sem skapa óhamingju og vanlíðan,“ segir Sara. 

„Þeir sem þjást af krónískri streitu, niðurbroti, kvíða og þunglyndi fá varanlegt frelsi með því að stýra hugsunum sínum og þannig stýra orkunni sinni, líðan sinni. 

Ef við getum það erum við alltaf glöð, þakklát, frjáls í friði og hvíld því við þannig náum við að stjórna orkunni okkar og vera frjáls. Við þurfum að meðtaka okkur eins og við nákvæmlega erum og ná skilyrðislausri sjálfsást,“ segja þær Ásdís Olsen og Sara Pálsdóttir. 

Samstarf Söru Páls og Ásdísar Olsen liggur í námskeiðum sem þær hafa skapað og eru með reglulega, Kraftaverkamáttur hugans. Þar eru þær að blanda saman dáleiðslu, fræðslu og kennslu til að kenna fólki að brjótast út úr viðjum kvíða, þreytu, og vanlíðunar annars vegar og hins vegar hvernig við getum skapað eða kraftbirt þá heilsu, þá líðan og það líf sem við viljum. 

Námskeiðin hefast á netinu þar sem þáttakendur eru með daglegar dáleiðslur til að hlusta á ásamt undirbúningsverkefnum. Að þeirri viku lokinni er kröftug vinnustofa þar sem þáttakendur mæta á Hótel Kríunes á vinnustofu þar sem við blöndum saman dáleiðslum og verkefnum, framkvæmum þar til sýnin okkar og draumur er orðinn fastmótaður í undirmeðvitundinni og fólk er farið að kraftbirta það líf og þá heilsu sem það vill eignast. 

Næstu námskeið eru 19-26. apríl, undirbúningur heima hefst 19 apríl og vinnustofan sjálf er 26. apríl. Einnig 3.-10. maí. 

Miðasala fer fram á tix.is/daleidsla og sætaframboðið takmarkast við 30 manns. Síðast var uppselt og við erum að undirbúa framhaldsnámskeið fyrir þann hóp. Við erum einnig með facebook síðu fyrir námskeiðin sem nálgast má hér. Þar vorum við t.d. með ókeypis örnámskeið á netinu um daginn sem vakti mjög mikla lukku. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“