Viðbjóðslegar senur áttu sér stað í næst efstu deild Englands í gær er Swansea tók á móti Coventry í Championship-deildinni.
Leikurinn sjálfur var engin frábær skemmtun en honum lauk með markalausu jafntefli.
Tveir mjög ölvaðir menn slógust í stúkunni sem varð til þess að öryggisvörður sem reyndi að stöðva slagsmálin meiddist ansi illa.
Maðurinn fékk högg beint í andlitið og samkvæmt enskum miðlum eru allar líkur á að hann hafi nefbrotnað.
Búist er við að bæði lið muni fá sekt en slagsmálin áttu sér stað á meðan leiknum stóð.
Hér fyrir neðan má sjá myndir af ofbeldinu.