Everton má alls ekki vanmeta sóknarmanninn Wout Weghorst gegn Manchester United á morgun.
Þetta segir Sean Dyche, stjóri Everton, en hann mun mæta sínum fyrrum sóknarmanni í viðureigninni.
Weghourst lék með Burnley undir Dyche á síðustu leiktíð áður en hann var lánaður til Besiktas og svo Man Utd.
Hollendingurinn hefur verið gagnrýndur fyrir færanýtinguna síðan hann kom til Man Utd en fær þó reglulega að spila fyrir Erik ten Hag.
,,Hann er gríðarlega góður leikmaður. Hann hefur lagt hart að sér og er fagmannlegur,“ sagði Dyche.
,,Ég mun svo sannarlega ekki vanmeta hann sem leikmann. Ég vona að hann sé ekki svo góður ef hann spilar á laugardaginn!“