Chelsea er í leit að knattspyrnustjóra til frambúðar eftir að Graham Potter var rekinn á dögunum. Samkvæmt ESPN er Carlo Ancelotti á blaði.
Potter var rekinn eftir afar dapurt gengi, en Chelsea situr í ellefta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Frank Lampard er tekinn við sem stjóri liðsins í annað sinn. Hann var þó aðeins ráðinn til að stýra því út þessa leiktíð.
Eitt af þeim nöfnum sem Chelsea er með á blaði fyrir sumarið er Ancelotti hjá Real Madrid.
Ítalinn hefur áður verið við stjórnvölinn hjá Chelsea og gæti snúið aftur.
Talið er að starf Ancelotti hjá Real Madrid sé í mikilli hættu ef honum mistekst að vinna Meistaradeild Evrópu annað árið í röð. Liðið á nær engan möguleiak á Spánarmeistaratitlinum.
Ancelotti hefur verið orðaður við brasilíska landsliðið einnig.
Auk Ancelotti er talið að Chelsea gæti rætt við menn á borð við Luis Enrique, Julian Nagelsmann og Mauricio Pochettino.