Lorena Manas, kærasta Darwin Nunez, vakti mikla athygli með færslu á Instagram.
Manas og Nunez fluttu saman til Liverpool í sumar en sá síðarnefndi gekk þá í raðir stórliðsins frá Benfica.
Framherjinn varð sá dýrasti í sögu Liverpool. Hann kostaði 85 milljónir punda.
Nunez stóðst ekki væntingar framan af en hefur átt fínar rispur.
Manas birti mynd af Nunez gæða sér á Sushi og með myndinni skrifaði hún: „Þeir tveir hlutir sem mér finnst best að borða.“
Hefur þetta vakið mikla lukku, sérstaklega á meðal stuðningsmanna Liverpool.
Færsluna má sjá hér að neðan.