Adam Ægir Pálsson leikmaður Vals er einn af skemmtilegri karakterum Bestu deildarinnar í knattspyrnu sem hefst á mánudag.
Adam er virkur notandi á TikTok og birti í vikunni myndband þar sem hann tekur fatnaðinn á leikmönnum Vals í gegn.
Adam er þekktur fyrir að fylgjast vel með tískunni og það kemur vel í ljós í myndbandinu.
Aron Jóhansson, Hólmar Örn Eyjólfsson, Haukur Páll Sigurðsson og fleiri stjörnur í liði Vals fá ráðleggingar frá Adam til að lúkka vel.
@adampalsson Breyta þessum pöbbum i PRETTYBOITJOKKOS #prettyboitjokko #fyp ♬ prettyboitjokko – PATRi!K
Adam gekk í raðir Vals í vetur frá Víkingi en hann var stoðsendingahæsti leikmaður Bestu deildarinnar á síðustu leiktíð. Þá lék Adam í Keflavík.
Valur er til alls líklegt í Bestu deildinni í sumar en síðustu ár hefur félagið tjaldað miklu til svo árangur náist.
Hér að neðan má sjá hvernig Adam tók félaga sína í gegn en ekki eru allir á sama máli um hvernig honum tókst til.