Liverpool hefur verið ákært af enska sambandinu vegna hegðunar leikmanna í tapinu gegn Manchester City um síðustu helgi.
Leikmenn Liverpool hópuðust í kringum dómarann á 34 mínútu, Rodri hafði þá brotið á Cody Gakpo.
Enska sambandið telur hegðun leikmanna Liverpool ekki til fyrirmyndar og hefur ákært enska stórveldið.
Málum sem þessum lýkur vanalega með sekt sem stórt félag í ensku úrvalsdeildinni finnur ekkert fyrir.