Chelsea hefur staðfest þau tíðindi að Frank Lampard sé nýr stjóri liðsins og hann sé ráðinn tímabundið, eða út tímabilið.
Í yfirlýsingu segja eigendur félagsins þeir Todd Boehly og Behdad Eghbali. „Við erum glaðir með að fá Frank aftur á Stamford Bridge, hann er heiðurshöll ensku úrvalsdeildarinnar sem goðsögn hjá þessu félagi,“ segir í yfirlýsingu eigandanna.
Að vera í heiðurshöll er ansi merkilegt í Bandaríkjunum þar sem eigendurnir koma frá.
„Við höldum áfram að leita að stjóra til framtíðar. VIð viljum ná árangri og Frank hefur alla þá hæfileika sem til þarf til að koma okkur yfir línuna.“
Lampard var rekinn frá Chelsea fyrir um tveimur árum síðan en hann átti eins og flestir vita glæstan feril sem leikmaður þar.
Lampard var rekinn frá Everton fyrr á þessu ári en Chelsea er stjóralaust eftir að hafa rekið Graham Potter.
Lampard var mættur á Stamford Bridge í fyrradag en leikmönnum Chelsea var afar vel við Lampard þegar hann stýrði liðinu síðast.
Graham Potter var rekinn úr starfi Chelsea á sunnudag en líklegast er talið að Luis Enrique taki við í sumar.