David Moyes er kominn á síðasta séns með West Ham eftir slæmt gengi undanfarið. Örlög hans gætu ráðist um helgina.
Það hefur hvorki gengið né rekið hjá West Ham í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Liðið tapaði 5-1 gegn Newcastle í síðasta leik og er í fimmtánda sæti með 27 stig eftir 28 leiki, jafnmörg stig og Bournemouth sem er í fallsæti.
Moyes fær að stýra West Ham um helgina gegn Fulham. Ef sá leikur tapast gæti hann hins vegar verið rekinn, ef marka má frétt Daily Mail.
Tap gæti hæglega þýtt að West Ham verði í fallsæti eftir helgina. Það er engan veginn ásættanlegt fyrir lið sem hefur verið í Evrópukeppnum undanfarin tímabil.
Moyes hefur stýrt West Ham síðan 2018. Þetta er í annað skiptið sem hann er með liðið. Það var hann einnig frá 2017 til 2018.