Frank Lampard er búinn að ganga frá því að hann stýri Chelsea fram á sumar. Ráðning hans kemur verulega á óvart.
Lampard var rekinn frá Chelsea fyrir um tveimur árum síðan en hann átti eins og flestir vita glæstan feril sem leikmaður þar.
Lampard var rekinn frá Everton fyrr á þessu ári en Chelsea er stjóralaust eftir að hafa rekið Graham Potter.
Lampard var mættur á Stamford Bridge í fyrradag en leikmönnum Chelsea var afar vel við Lampard þegar hann stýrði liðinu síðast.
Tölfræði Lampard frá því að hann stýrði Chelsea síðast er hér að neðan.