Graham Potter ákvað að skella sér með fjölskylduna til Maldíveyja eftir að hann var rekinn úr starfi knattspyrnustjóra Chelsea á dögunum.
Potter var rekinn eftir slæmt gengi Chelsea. Tap gegn Aston Villa var síðasti naglinn í kistu hans.
Fyrr á leiktíðinni hafði Chelsea borgað Brighton 22 milljónir punda fyrir að fá Potter til sín. Hann gerði langtímasamning og fjárhagslegt högg fyrir Lundúnafélagið því mikið.
Potter á, eins og gefur að skilja, nóg á milli handanna núna og skellti hann sér með fjölskylduna til Maldíveyja.
Samkvæmt breska götublaðinu The Sun eyddi Potter um 20 þúsund pundum í ferðina. Það jafngildir um þremur og hálfri milljón íslenskra króna.
Heimildamaður The Sun sem var með Potter í fyrsta farrými í fluginu til Maldíveyja segir að hann hafa skoðað símann sinn til að athuga hvernig fór hjá Chelsea og Liverpool á þriðjudag, en liðin gerðu markalaust jafntefli.
„Hann var ekki beint að opna kampavín um borð. Hann var nokkuð leiður,“ sagði heimildamaður.
„Hann lék sér við strákinn sinn og lagði sig líka.“