fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025
433Sport

Spá fyrir Bestu deild karla: 6 sæti – „Hann hefur setið undir gagnrýni síðustu ár“

433
Fimmtudaginn 6. apríl 2023 10:00

Mynd: Stjarnan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Besta deild karla fer af stað þann 10. apríl en þetta er í annað sinn sem deildin er með þessu fyrirkomulagi. Spilaðir verða 22 leikir og að þeim umferðum loknum er deildinni skipt upp í tvo hluta, eru þá spilaðir fimm leikir. 433.is mun á næstu dögum spá í spilin.

6. Stjarnan

Lykilmaður – Hilmar Árni Halldórsson
Þjálfari – Ágúst Gylfason
Heimavöllur – Samsungvöllurinn
Íslandsmeistarar – 1 sinni

Stjarnan var það lið sem bauð upp á skemmtilegustu leikina á síðasta tímabili, liðið skoraði mikið en var oftar en ekki í stökustu vandræðum með að verjast. Ágúst Gylfason þjálfari liðsins hefur talað um að reyna að finna betrra jafnvægi í leik liðsins.

Sóttir hafa verið reyndir leikmenn en Guðmundur Kristjánsson á að binda saman vörnina, áhyggjuefni er að Haraldur Björnsson markvörður liðsins hefur verið meiddur í vetur.

Stjarnan sótti Árna Snæ Ólafsson frá ÍA en hann hefur setið undir gagnrýni síðustu ár fyrir slaka spilamennsku, fróðlegt verður að sjá hvernig honum tekst til í Garðabæ.

Stjarnan setur stefnuna á Evrópusæti en það gæti verið aðeins of stórt skref fyrir liðið, ef allt smellur geta Garðbæingar hins vegar látið sig dreyma.

Spáin:
7 sæti – KA
8 sæti – ÍBV
9 sæti – Keflavík
10 sæti – HK
11 sæti – Fram
12 sæti – Fylkir

Komnir:
Baldur Logi Guðlaugsson
Guðmundur Kristjánsson
Heiðar Ægisson
Joey Gibbs
Andri Adolphsson
Árni Snær Ólafsson
Þorbergur Þór Steinarsson

Farnir
Elís Rafn Björnsson
Ólafur Karl Finsen
Óskar Örn Hauksson
Daníel Finns Matthíasson
Einar Karl Ingvarsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þakkar fyrrum stjóranum fyrir – Sannfærði hann um að vera áfram eftir mikla erfiðleika

Þakkar fyrrum stjóranum fyrir – Sannfærði hann um að vera áfram eftir mikla erfiðleika
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Enski bikarinn: Starf Postecoglou hangir á bláþræði eftir enn eitt tapið

Enski bikarinn: Starf Postecoglou hangir á bláþræði eftir enn eitt tapið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Antony pirraður út í liðsfélagana eftir leikinn í gær

Antony pirraður út í liðsfélagana eftir leikinn í gær
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hefur áhyggjur af stjörnunni umdeildu – ,,Sorglegt og hefur legið í loftinu undanfarið ár“

Hefur áhyggjur af stjörnunni umdeildu – ,,Sorglegt og hefur legið í loftinu undanfarið ár“
433Sport
Í gær

Enski bikarinn: Chelsea er úr leik – Willum lék gegn Newcastle

Enski bikarinn: Chelsea er úr leik – Willum lék gegn Newcastle
433Sport
Í gær

Skoraði ótrúlegt mark gegn Englandsmeisturunum – Sjáðu myndbandið

Skoraði ótrúlegt mark gegn Englandsmeisturunum – Sjáðu myndbandið