Aðilar frá Knattspyrnusambandi Rússlands eru mættir á ársþing UEFA sem fram fer í Portúgal. Aleksander Čeferin forseti UEFA var endurkjörin á þinginu til fjögurra ára.
Rússar hafa verið bannaðir frá keppnum UEFA frá því að stríðið í Úkraínu hófst.
Óvíst er hvort Rússum verði hleypt aftur inn í keppnir UEFA en bæði landslið og félagslið hafa fallið þar undir.
Rússar munu vafalítið reyna að berjast fyrir því að koma aftur inn í keppnir en það er talið nánast útilokað.
Ísland á sína fulltrúa á þinginu en Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri, Vanda Sigurgeirsdóttir formaður og Borghildur Sigurðardóttir varaformaður.
Russian representatives were present at UEFA Congress. pic.twitter.com/K53JAXTKrD
— Simon Stone (@sistoney67) April 5, 2023