Ef setja ætti saman dýrasta knattspyrnulið í heimi í dag ef miðað er við verðmat á leikmönnum yrðu þrír enskir landsliðsmenn í liðinu.
Þeir Bukayo Saka, Jude Bellingham og Reece James eru allir þeir verðmætustu í heimi þegar kemur að þeirra stöðum.
Framlínan væri ansi spennandi en þar væri að finna Erling Haaland og Kylian Mbappe.
Varnarlínan væri ansi öflug og markvörðurinn sem stendur í búrinu er sá verðmætasti og líklega besti í sinni stöðu.
Liðið má sjá hér að neðan.