Frank Lampard var nokkuð óvæntur mættur á leik Chelsea og Liverpool í gær í ensku úrvalsdeildinni.
Ensk götublöð segja frá því nú í morgun að mögulega taki Lampard við og stýri Chelsea út tímabilið.
Lampard var rekinn frá Chelsea fyrir um tveimur árum síðan en hann átti eins og flestir vita glæstan feril sem leikmaður þar.
Lampard var rekinn frá Everton fyrr á þessu ári en Chelsea er stjóralaust eftir að hafa rekið Graham Potter.
Lampard gæti reynt að hrista upp í hlutunum hjá Chelsea sem er með stóran og góðan hóp, svona telja ensk blöð að Lampard gæti stillt upp Chelsea liðinu.
Luis Enrique er líklegastur til að taka við Chelsea til frambúðar en hann er mættur til London í viðræður við félagið, möguleiki er á því að hann taki þó ekki við fyrr en í sumar.